- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Það liggur fyrir að Akureyrarbær þurfi að taki ákvörðun um að breyta um gír og velja annan orkugjafa. Framtíðin liggur í rafmagnsdrifnum vögnum miðað við þróunina í Reykjavík, Evrópu og heiminum ef því er að skipta. Það er ljóst að áður en byrjað verður að kaupa inn rafmagnsvagna þá verður Akureyrarbær í samstarfi við Norðurorku að fara í innviðauppbyggingu sem tengist rafvæðingunni. Þetta þarfnast ákvarðana og tíma.
Ástandið á strætisvögnum í eigu Akureyrarbæjar er orðið þannig að erfitt er að halda úti akstri og á sama tíma að geta sinnt eðlilegu viðhaldi á vögnunum þar sem bilanatíðni hefur verið að aukast jafnt og þétt. Ef ekki verður keyptur einn strætisvagn á þessu ári þá er fyrirséð að akstur á einhverjum leiðum þurfi að fella niður.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keyptur verði inn einn notaður díselknúinn vagn sem uppfyllir hæsta mengunarstuðulinn, Euro 6, og getur einnig gengið fyrir lífdísel og sé til afhendingar sem fyrst.