Tekið fyrir erindi SSNE þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og óskað eftir afstöðu Akureyrarbæjar til eftirfarandi:
a) að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári,
b) að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra,
c) að endurskoðunin verði fjármögnuð sem áhersluverkefni,
d) að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni kjósi þau það.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.