Hlíðarfjall - framkvæmdir sumarið 2023

Málsnúmer 2023050644

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi yfirbyggingu á töfrateppi og viðhaldi á lýsingu í Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir verkstjóri innanhúss skíðastaða og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í viðhald og endurbætur á töfrateppinu í Hlíðarfjalli. Áætlaður kostnaður er 29 milljónir króna og verður fjárveiting tekin af framkvæmdaáætlun Hlíðarfjalls fyrir árið 2023.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að byrja á fyrsta áfanga að endurbótum á lýsingu í Hlíðarfjalli að upphæð kr. 10 milljónir sem er á fjárhagsáætlun 2023.

Fyrsti áfangi:

Ævintýraleið, upp að beygju. - 8 staurar, 16 lampar.

Á göngusvæði, haldið áfram með aðal hringinn (Andrés). - 20 lampar á núverandi staura.

Strýta lampar til prufu.

Lagfæring á rafbúnaði - Endurnýjaður verður rafbúnaður á staurum í göngubraut og þar sem við á og merktar verða töflur á svæðinu og annar búnaður.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 27. nóvember 2023 varðandi tjón á yfirbyggingu á Töfrateppinu í Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.