Umræða um stöðu framkvæmda í Móahverfi.
Málshefjandi var Sunna Hlín Jóhannesdóttir sem lagði fram svofellda tillögu ásamt Gunnari Má Gunnarssyni B-lista:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi að óháðri úttekt á allri framkvæmd við Móahverfi og leggja fyrir bæjarráð lýsingu á verkbeiðni og kostnaðarmat fyrir lok maí þar sem stefnt yrði að gerð úttektar á haustmánuðum 2024.
Til máls tóku Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.