Leikskólar Akureyrarbæjar - starfsaðstæður

Málsnúmer 2012010241

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Á 85. fundi samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags leikskólakennara 14. desember 2011 var fjallað um bókun 5 í kjarasamningi aðila um starfsaðstæður leikskólakennara. Niðurstaða fundarins var að samstarfsnefnd beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að huga reglulega að hljóðvist og vinnuaðstæðum barna og fullorðinna. Ýmsar leiðbeiningar má finna á vef Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is.

Skólanefnd samþykkir að láta gera mælingar á hljóðvist leikskólanna og mötuneytum og íþróttasölum grunnskólanna. Er skóladeild falið að annast framkvæmd verkefnisins.