Næring, heilsa og skólastarf

Málsnúmer 2012020137

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Jóhannes Gunnar Bjarnason yfirgaf fundinn kl. 15:55.
Fyrir fundinn var lögð tillaga frá formanni skólanefndar um að ráða verkefnastjóra tímabundið í átaksverkefni til þess að skoða niðurstöður rannsókna og fræðileg skrif um tengsl næringar á heilsu barna og þroska með hliðsjón af skólastarfi. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvort tengsl séu hugsanleg milli mataræðis í nútímanum og fjölgunar barna með ADHD, einhverfu, hegðunarörðugleika og námsörðugleika svo eitthvað sé nefnt.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.