Daggæsla barna

Málsnúmer 2012010165

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 12. janúar 2012. Spurðist fyrir um möguleika á daggæslu fyrir barnið sitt sem er síðasta fædda barnið í bænum árið 2010. Ingunn er atvinnuleitandi og henni hefur verið boðið starf en hún getur ekki þegið það þar sem að hún fær ekki pössun. Spurning Ingunnar er sú hvort foreldrar sjálfir í hennar aðstöðu geti ekki fengið þá upphæð greidda sem notuð er til niðurgreiðslu til foreldra. Foreldrar geta þá notað þá fjármuni til að útvega sér pössun eða gert aðrar ráðstafanir. Hún segir að þessi leið sé í boði í Danmörku þar sem hún bjó áður.

Skólanefnd þakkar ábendinguna en bendir á að heimagreiðslum sem valkosti hefur tvisvar sinnum verið hafnað af skólanefnd.