Davíð Smári Jóhannsson og Valgerður Birgisdóttir mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 26. janúar 2012. Þau lýstu yfir óánægju sinni með leikskólamál. Þau telja sig hafa fengið misvísandi skilaboð varðandi pláss á leikskólum og systkinaforgang. Eiga barn sem fæddist 1. janúar 2010 og voru að bíða eftir plássi á Hólmasól þar sem eldra systkini er. Vildu ekki festa sig í plássi sem þeim bauðst á Krógabóli sl. sumar þ.e. þau töldu sig fá þær upplýsingar að þau gætu ekki skipt um pláss á miðjum vetri. Höfðu upplýsingar um að pláss myndi losna á Hólmasól um áramót og vildu bíða eftir því. Þegar til átti að taka fékk annað barn plássið sem sótt hafði verið um flutning fyrir. Þá vildu þau benda á að mikilvægt sé að reglur séu aðgengilegar inni á vef bæjarins.
Skólanefnd þakkar fyrir athugasemdirnar og felur leikskólafulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.