Skipulagsráð

423. fundur 15. maí 2024 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Einar Sigþórsson fundarritari
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Landnotkun svæðis sunnan Naustagötu - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023121373Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu. Drög voru kynnt frá 3. apríl 2024 t.o.m. 25. apríl 2024 og bárust 3 umsagnir og 1 athugasemd.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, óbreytt frá þeirri tillögu sem kynnt var sem vinnslutillaga.

2.Leikskólalóð sunnan Naustagötu - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024031135Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem felur í sér að afmörkuð er tæplega 1 ha leikskólalóð þar sem nú er bæjartorfan Naust II. Er gert ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að byggja um 2.000 fm leikskóla á allt að 2 hæðum. Er breytingin í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem kynnt var samhliða.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

3.Austurvegur 19 og 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2023011119Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 24. apríl sl. var tekin fyrir að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga, Hrísey - breyting á fjórum einbýlishúsalóðum við Austurveg 15-21. Var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt með minniháttar breytingum. Í kjölfar fundar bárust ábendingar um að misræmi hefði verið í dagsetningum auglýsingar sem birtist á vefnum og að auglýsingin hefði ekki verið birt sérstaklega á samfélagsmiðlum sem varða Hrísey sérstaklega.
Að mati skipulagsráðs er mikilvægt að íbúar í Hrísey fái góða kynningu á skipulagsmálum sem eru í vinnslu í eyjunni og samþykkir því að draga fyrri samþykkt til baka og auglýsa tillöguna að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Lautarmói 1-5 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024011266Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Lautarmóa 1-5. Tillagan var í kynningu frá 11. apríl til 9. maí 2024 og bárust tvær athugasemdir.

Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem varðar lóð Lautarmóa 1-5 án breytinga. Ráðið samþykkir jafnframt fyrirliggjandi tillögu að umsögn um efni athugasemda.

5.Hafnarstræti 87-89 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023121163Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagstillögu voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 13. mars 2024 t.o.m. 3. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en 2 umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi sem snýr að uppbyggingu undir kirkjutröppunum og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hrísmói 11-17 - ósk um óverulega skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024050161Vakta málsnúmer

Erindi Fanneyjar Hauksdóttur dagsett 2. maí 2024, f.h. lóðarhafa Hrísmóa 11-17, þar sem óskað er eftir að fá að víkja frá skilmálum gildandi deiliskipulags varðandi hámarksstærð íbúða upp á 150 fm. Óskað er eftir að tvær íbúðir fái að vera 5,5 m² stærri. Heildarstærð raðhúss er innan heimildar deiliskipulags.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik að ræða með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi.

7.Lundargata 2-6 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121791Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóðar 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b. Þá liggur fyrir að bæjarstjórn hefur samþykkt að úthluta lóð Lundargötu 4 til umsækjanda með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimilia umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi í samráði við skipulagsfulltrúa. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grennarkynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.


Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel að réttara hefði verið að taka tillit til ábendinga Minjastofnunar um útlit Lundagötu 6b til að viðhalda yfirbragði hússins og virða þannig menningarsögulegt gildi byggðarinnar á þessu svæði.

8.Bugðusíða 1 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024050167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2024 þar sem að Andrea Sif Hilmarsdóttir f.h. Bjargs líkamsræktar óskar eftir leyfi til að byggja 150 m² viðbyggingu á tveimur hæðum í suð-austur krika núverandi byggingar. Á 1. hæð er gert ráð fyrir 150 m² búnings- og salernisaðstöðu og á 2. hæð er gert ráð fyrir 150 m² líkamsræktarsal.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Lindasíðu 6, 20 og 57. Er samþykkt með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki allra lóðarhafa Bugðusíðu 1.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Þingvallastræti 31 - bygging vinnustofu í bakgarði

Málsnúmer 2024011178Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna byggingaráform við Þingvallastræti 31. Áformin voru í kynningu frá 3. apríl 2024 t.o.m. 1. maí 2024. Tvær athugasemdir bárust frá íbúum Norðurbyggðar 8 og 10. Þá liggja fyrir viðbrögð hönnuðar við efni athugasemdanna.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi byggingaráform á lóð Þingvallastrætis 31 og jafnframt tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir. Er afgreiðslu umsóknar um byggingaráform vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Jón Hjaltason óháður situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

10.Hörpulundur 15 - ósk um grenndarkynningu byggingaráforma

Málsnúmer 2024050004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2024 þar sem að Sævar Þór Halldórsson óskar eftir leyfi til að byggja sólskála við vesturhlið Hörpulundar 15. Ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið og er því verið að óska eftir grenndarkynningu byggingaráforma.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010 þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hörpulundar 13 og 17. Á sama tíma bendir skipulagsráð umsækjanda á að ef byggingaráform liggja á lóðamörkum þarf skriflegt samþykki lóðarhafa þeirra áður en grenndarkynnt verður.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Oddeyrargata 6A - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2023030813Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2024 þar sem að Edda Kamilla Örnólfsdóttir spurðist fyrir um byggingaráform til byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi vísaði málinu áfram til skipulagsráðs á fundi 11. apríl 2024.

Edda Kamilla óskar eftir leyfi bæjarins til að byggja 1,8 metra háan skjólvegg á austari lóðarmörkum Oddeyrargötu 6a sem liggja meðfram Oddeyrargötu. Lóðin stendur ca. 1 meter hærra en gangstéttin og upplifun gangandi vegfarenda verður því að veggurinn verði 2,8 metrar á hæð.
Skipulagsráð telur að upplifun gangandi vegfarenda og íbúa Oddeyrargötu 3 muni versna mikið ef af veggnum verður og hafnar því erindinu. Skipulagsráð bendir umsækjanda á lið e í grein 2.3.5. í núgildandi byggingarreglugerð þar sem fram kemur eftirfarandi:


e. Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Einnig allt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru áfastir við hús og í a.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingar eða skjólveggi allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina. Miðað skal við jarðvegshæð lóðar sem hærri er ef hæðarmunur er á milli lóða á lóðamörkum.

12.Strandgata 49 - umsókn um breytta starfsemi

Málsnúmer 2023110871Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breyttri notkun á húsnæði við Strandgötu 49 þar sem verið er að breyta veitingastað í gistihús. Áformin voru í kynningu frá 27. mars 2024 t.o.m. 24. apríl 2024. Ein athugasemd barst frá eiganda Strandgötu 49c / Hríseyjargötu 3.
Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi breytingu á starfsemi við Strandgötu 49 og jafnframt tillögu að umsögn um innkomna athugasemd. Er afgreiðslu umsóknar um byggingaráform vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.Kjarnaskógur - ósk um lóð fyrir íbúðarhús

Málsnúmer 2024041021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Álfsólar Lindar Benjamínsdóttur þar sem óskað er eftir að afmörkuð verði lóð fyrir byggingu íbúðarhúss á svæði austan Sólskóga og sunnan við sumarhúsabyggð við Götu sólarinnar. Ástæða erindisins er að umsækjandi mun ásamt Guðmundi Gíslasyni taka við rekstri Sólskóga á næstu árum og vilja byggja upp íbúðarhús í næsta nágrenni.
Skipulagsráð hafnar erindinu á þeim forsendum að Kjarnaskógur er mikilvægt útivistarsvæði fyrir íbúa Akureyrarbæjar og er ekki talið æskilegt að minnka svæðið með framtíðarnot í huga.

14.Ísbryggja og Tangabryggja - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024040289Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Fannar Gíslason f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hækkun sjóvarna sunnan Ísbryggju og norðan Tangabryggju. Innkomin gögn eftir Fannar Gíslason.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Hofsbót 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024041313Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2024 þar sem að Jónas Valdimarsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir yfirborðsfrágangi við Hofsbót 2 f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Norðurorku.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Móahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024050361Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2024 þar sem að Gunnar Berg Haraldsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu tveggja hitaveitulagna frá Móasíðu vestur yfir Vestursíðu og upp Bæjarsíðu og að tengistað í Móahverfi.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Hamravegur/Kjarnagata - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024050125Vakta málsnúmer

Erindi Helga Más Pálssonar hjá Eflu ehf. dagsett 2. maí 2024, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá gatnamótum Hamravegar og Kjarnagötu og til suðurs. Lega stígsins kemur fram í gildandi deiliskipulagi fyrir Kjarnaskóg en er ekki í gildandi deiliskipulagi fyrir Sólskóga.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Sólskóga þar sem afmarkaður er göngustígur til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda er gert ráð fyrir stígnum í gildandi aðalskipulagi. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu breytingarinnar þar sem hún er gerð í samráði við lóðarhafa Sólskóga.

18.Lækjarmói 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2024031148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2024 þar sem að Sigurður Sigurðsson fh. SS Byggis ehf. sækir um leyfi til að setja upp skilti sem sýnir útlit fyrirhugaðra bygginga við Lækjarmóa 2-8.

Skiltið er 3x6 metrar og mun standa við fyrirhugað hringtorg sem tengja mun Borgarbraut - Bröttusíðu og Lækjarmóa.
Skipulagsráð samþykkir fyrirhugað skilti en bendir jafnframt á að skiltið þarf að uppfylla kröfur samþykktar sveitarfélagsins um skilti og auglýsingar t.d. varðandi fjarlægð frá tengibrautum.

19.Þingvallastræti 23 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021091122Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 29. september 2021 var lóðinni Þingvallastræti 23 úthlutað til heilbrigðisráðuneytisins til byggingar heilsugæslu en deiliskipulag lóðarinnar tók gildi nokkru áður. Síðan þá hefur tvísvar sinnum verið farið í ferli við útboð á byggingu heilsugæslu án árangurs.
Að mati skipulagsráðs er áframhaldandi óvissa um byggingu heilsugæslu mjög óheppileg þar sem ekki er hægt að klára endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreitinn á meðan. Frestur til framkvæmda samkvæmt reglum Akureyrarbæjar er í raun liðinn og samþykkir skipulagsráð að úthlutun lóðarinnar falli úr gildi þann 1. júlí n.k. nema að rökstuðningur um áframhaldandi frest berist innan þess tíma.

20.Þursaholt 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024050447Vakta málsnúmer

Akureyrarbær auglýsti par- og raðhúsalóðir í Holtahverfi norður frá 17. apríl 2024 t.o.m. 8. maí 2024 og var Þursaholt 14 þar á meðal. Ein umsókn barst í lóðina frá HHS verktökum ehf. með fyrirvara um að heimilt verði að breyta deiliskipulagi með þeim hætti að íbúðir megi vera á bilinu 6 til 9.
Skipulagsráð hafnar umsókninni þar sem hún felur í sér umtalsverða breytingu á forsendum gildandi deiliskipulags, þ.e. að heimilt verði að byggja fjölbýlishús á lóðinni í stað raðhúss.

21.Hulduholt 20 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024050446Vakta málsnúmer

Akureyrarbær auglýsti par- og raðhúsalóðir í Holtahverfi norður frá 17. apríl 2024 t.o.m. 8. maí 2024 og var Hulduholt 20 þar á meðal. Ein umsókn barst í lóðina frá HHS verktökum ehf. með fyrirvara um að heimilt verði að breyta deiliskipulagi með þeim hætti að íbúðir megi vera á bilinu 5 til 10.
Skipulagsráð hafnar umsókninni þar sem hún felur í sér umtalsverða breytingu á forsendum gildandi deiliskipulags, þ.e. að heimilt verði að byggja fjölbýlishús á lóðinni í stað raðhúss.

22.Hulduholt 5 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2024050445Vakta málsnúmer

Akureyrarbær auglýsti par- og raðhúsalóðir í Holtahverfi norður frá 17. apríl 2024 t.o.m. 8. maí 2024 og var Hulduholt 5 þar á meðal. Ein umsókn barst í lóðina frá HHS verktökum ehf. með fyrirvara um að heimilt verði að breyta deiliskipulagi með þeim hætti að íbúðir megi vera á bilinu 6 til 9.
Skipulagsráð hafnar umsókninni þar sem hún felur í sér umtalsverða breytingu á forsendum gildandi deiliskipulags, þ.e. að heimilt verði að byggja fjölbýlishús á lóðinni í stað raðhúss.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 965. fundar, dagsett 2. maí 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 964. fundar, dagsett 26. apríl 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 963. fundar, dagsett 18. apríl 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:15.