Þingvallastræti 23 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021091122

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 366. fundur - 29.09.2021

Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 23. september 2021 fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem óskað er eftir úthlutun lóðarinnar Þingvallastræti 23 til byggingar heilsugæslu.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Á fundi skipulagsráðs þann 29. september 2021 var lóðinni Þingvallastræti 23 úthlutað til heilbrigðisráðuneytisins til byggingar heilsugæslu en deiliskipulag lóðarinnar tók gildi nokkru áður. Síðan þá hefur tvísvar sinnum verið farið í ferli við útboð á byggingu heilsugæslu án árangurs.
Að mati skipulagsráðs er áframhaldandi óvissa um byggingu heilsugæslu mjög óheppileg þar sem ekki er hægt að klára endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreitinn á meðan. Frestur til framkvæmda samkvæmt reglum Akureyrarbæjar er í raun liðinn og samþykkir skipulagsráð að úthlutun lóðarinnar falli úr gildi þann 1. júlí n.k. nema að rökstuðningur um áframhaldandi frest berist innan þess tíma.