Hörpulundur 15 - ósk um grenndarkynningu byggingaráforma

Málsnúmer 2024050004

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Erindi dagsett 2. maí 2024 þar sem að Sævar Þór Halldórsson óskar eftir leyfi til að byggja sólskála við vesturhlið Hörpulundar 15. Ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið og er því verið að óska eftir grenndarkynningu byggingaráforma.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010 þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hörpulundar 13 og 17. Á sama tíma bendir skipulagsráð umsækjanda á að ef byggingaráform liggja á lóðamörkum þarf skriflegt samþykki lóðarhafa þeirra áður en grenndarkynnt verður.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.