Oddeyrargata 6A - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2023030813

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 962. fundur - 11.04.2024

Erindi dagsett 8. apríl 2024 þar sem Edda Kamilla Örnólfsdóttir sækir um leyfi til að reisa skjólvegg fyrir sólpall á lóðamörkum allt að 1,8m á hæð, ásamt smáhýsi á lóðamörkum.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Erindi dagsett 16. mars 2024 þar sem að Edda Kamilla Örnólfsdóttir spurðist fyrir um byggingaráform til byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi vísaði málinu áfram til skipulagsráðs á fundi 11. apríl 2024.

Edda Kamilla óskar eftir leyfi bæjarins til að byggja 1,8 metra háan skjólvegg á austari lóðarmörkum Oddeyrargötu 6a sem liggja meðfram Oddeyrargötu. Lóðin stendur ca. 1 meter hærra en gangstéttin og upplifun gangandi vegfarenda verður því að veggurinn verði 2,8 metrar á hæð.
Skipulagsráð telur að upplifun gangandi vegfarenda og íbúa Oddeyrargötu 3 muni versna mikið ef af veggnum verður og hafnar því erindinu. Skipulagsráð bendir umsækjanda á lið e í grein 2.3.5. í núgildandi byggingarreglugerð þar sem fram kemur eftirfarandi:


e. Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Einnig allt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru áfastir við hús og í a.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingar eða skjólveggi allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina. Miðað skal við jarðvegshæð lóðar sem hærri er ef hæðarmunur er á milli lóða á lóðamörkum.