Kjarnaskógur - ósk um lóð fyrir íbúðarhús

Málsnúmer 2024041021

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Lagt fram erindi Álfsólar Lindar Benjamínsdóttur þar sem óskað er eftir að afmörkuð verði lóð fyrir byggingu íbúðarhúss á svæði austan Sólskóga og sunnan við sumarhúsabyggð við Götu sólarinnar. Ástæða erindisins er að umsækjandi mun ásamt Guðmundi Gíslasyni taka við rekstri Sólskóga á næstu árum og vilja byggja upp íbúðarhús í næsta nágrenni.
Skipulagsráð hafnar erindinu á þeim forsendum að Kjarnaskógur er mikilvægt útivistarsvæði fyrir íbúa Akureyrarbæjar og er ekki talið æskilegt að minnka svæðið með framtíðarnot í huga.