Hamravegur/Kjarnagata - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024050125

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Erindi Helga Más Pálssonar hjá Eflu ehf. dagsett 2. maí 2024, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá gatnamótum Hamravegar og Kjarnagötu og til suðurs. Lega stígsins kemur fram í gildandi deiliskipulagi fyrir Kjarnaskóg en er ekki í gildandi deiliskipulagi fyrir Sólskóga.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Sólskóga þar sem afmarkaður er göngustígur til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda er gert ráð fyrir stígnum í gildandi aðalskipulagi. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu breytingarinnar þar sem hún er gerð í samráði við lóðarhafa Sólskóga.