Þingvallastræti 31 - bygging vinnustofu í bakgarði

Málsnúmer 2024011178

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem að Ívar Hauksson f.h. G.M.Í. ehf. sækir um leyfi til að byggja vinnustofu, 10x7 metrar að stærð, á suð-austur horni lóðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum Þingvallastrætis 29 ásamt Norðurbyggðar 8, 10 og 12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna byggingaráform við Þingvallastræti 31. Áformin voru í kynningu frá 3. apríl 2024 t.o.m. 1. maí 2024. Tvær athugasemdir bárust frá íbúum Norðurbyggðar 8 og 10. Þá liggja fyrir viðbrögð hönnuðar við efni athugasemdanna.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi byggingaráform á lóð Þingvallastrætis 31 og jafnframt tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir. Er afgreiðslu umsóknar um byggingaráform vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Jón Hjaltason óháður situr hjá við afgreiðslu þessa máls.