Goðanes - beiðni um bann við lagningu ökutækja

Málsnúmer 2022120106

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Erindi dagsett 1. desember 2022 þar sem Henný Lind f.h. Samskipa innanlands óskar eftir að bannað verði að leggja bílum meðfram gangstétt í Goðanesi þar sem það þrengir að umferð stórra ökutækja um götuna.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að taka erindið upp á samráðsfundi með umhverfis- og mannvirkjasviði.

Skipulagsráð - 395. fundur - 25.01.2023

Lagt fram að nýju erindi dagsett 1. desember 2022 þar sem Henný Lind f.h. Samskipa innanlands óskar eftir að bannað verði að leggja bílum meðfram gangstétt í Goðanesi þar sem það þrengir að umferð stórra ökutækja um götuna. Málið var tekið upp á samráðsfundi skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfis- og mannvirkjasviðs og var þar lagt til að bannað verði að leggja bílum í Goðanesi að sunnanverðu, frá Baldursnesi að dreifistöð NO austan við Goðanes 10.
Skipulagsráð samþykkir að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Nú í sumar tók í gildi bann við lagningu bíla sunnan og vestan megin í Goðanesi í kjölfar erindis Samskipa innanlands um að bílar þrengdu að aðgengi stórra ökutækja um götuna. Að mati fyrirtækisins hefur ástandið ekki lagast mikið þar sem nú leggja bílar norðan megin í götunni þannig að áfram er þrengt að umferð.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Haldinn verði opinn fundur með verktökum, atvinnurekendum og félagasamtökum þar sem það á við, þar sem rætt verður um hvort grundvöllur sé fyrir því að koma upp vöktuðu geymslusvæði í bæjarlandinu þar sem einstaklingar og fyrirtæki geti leigt pláss fyrir svo sem ökutæki, gáma, hjólhýsi og vinnuvélar.


Skipulagsráð hefur áhyggjur af því að með því að samþykkja beiðni um bann við lagningu ökutækja í Goðanesi án þess að samhliða komi komi til viðeigandi úrræði muni vandinn færast annað. Því frestar skipulagsráð afgreiðslu málsins en samþykkir tillögu Sunnu Hlínar um fund með hagsmunaaðilum sem miðar að því að leita viðeigandi lausna til lengri tíma.