Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. október 2022:
Erindi dagsett 6. október 2022 þar sem Brynja leigufélag ses. sækir um lóð nr. 1 við Dvergaholt með vísun í fyrirliggjandi viljayfirlýsingu félagsins og Akureyrarbæjar dagsetta 8. september 2022 um uppbyggingu íbúða 2022-2026. Jafnframt er óskað eftir heimild til að byggja allt að 12 íbúðir á lóðinni í stað 6 íbúða eins og gildandi deiliskipulag segir til um.
Í samræmi við viljayfirlýsingu Akureyrarbæjar og Brynju leigufélags ses. dagsetta 8. september 2022 um fjölgun íbúða fyrir öryrkja leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki að lóð nr. 1 við Dvergaholt verði úthlutað til félagsins án undangenginnar auglýsingar með vísan í ákvæði gr. 2.3 í Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Varðandi fjölda íbúða samþykkir skipulagsráð að skilmálum lóðarinnar verði breytt á þann veg að hún verði ekki framvegis ætluð fyrir búsetukjarna og að á lóðinni verði heimilt að byggja allt að 12 íbúðir í stað 6 áður. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Varðandi fjölda íbúða samþykkir skipulagsráð að skilmálum lóðarinnar verði breytt á þann veg að hún verði ekki framvegis ætluð fyrir búsetukjarna og að á lóðinni verði heimilt að byggja allt að 12 íbúðir í stað 6 áður. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.