Hámarkshraði gatna í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2022042336

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar er miðað við að hámarkshraði í Gránufélagsgötu og Strandgötu vestan Glerárgötu auk Skipagötu verði 30 km/klst en hann er í dag 50 km/klst. Þá er einnig gert ráð fyrir að gata milli Túngötu og Skipagötu sé skilgreind sem vistgata með 15 km hámarkshraða en þessi kafli er í dag með 30 km hámarkshraða.
Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða verði breytt til samræmis við gildandi deiliskipulag.

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar er miðað við að hámarkshraði Hólabrautar, Laxagötu, Smáragötu, Geislagötu, Bankastígs og Túngötu milli Gránufélagsgötu og Bankastígs sé 30 km/klst en hann er í dag 50 km/klst.
Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða í umræddum götum verði breytt til samræmis við gildandi deiliskipulag og leggur áherslu á að settar verði upp viðeigandi merkingar.

Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku breytinga á umferðarhraða í B-deild Stjórnartíðinda að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.