Liður 5 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 4. október 2022:
Rætt um áhrif óveðurs á innviði og atvinnulíf á Akureyri. Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir. Í umræðum tóku til máls Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri. Bæjarstjórn felur skipulagsráði og umhverfis- og mannvirkjaráði að leggja fram tillögu um með hvaða hætti best sé að kortleggja helstu áhættuþætti vegna loftslagsbreytinga og leiðir til aðlögunar. Horft verði sérstaklega til hækkunar yfirborðs sjávar, úrkomu og flóða, ofsaveðurs og fárviðris, lífríkis og gróðurfars. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að framkvæmdum við land- og sjóvarnir við Akureyri verði flýtt eins og kostur er og að unnin verði sérstök viðbragðsáætlun vegna mögulegra flóða. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fylgja málunum eftir.
Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að framkvæmdum við land- og sjóvarnir við Akureyri verði flýtt eins og kostur er og að unnin verði sérstök viðbragðsáætlun vegna mögulegra flóða. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fylgja málunum eftir.