Stofnstígur - breyting á deiliskipulagi Höepfnersbryggju

Málsnúmer 2022061610

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Verkís verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju vegna fyrirhugaðs stofnstígs meðfram Drottningarbraut og Leiruvegi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipulagssvæðið stækki til austurs út að sveitarfélagamörkum Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar og lagningu stofnstígs norðan við Leiruveg.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Verkís verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju vegna fyrirhugaðs stofnstígs meðfram Drottningarbraut og Leiruvegi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipulagssvæðið stækki til austurs út að sveitarfélagamörkum Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar og lagningu stofnstígs norðan við Leiruveg.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi lauk þann 9. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Eyjafjarðarsveit, Umhverfisstofnun og Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3517. fundur - 18.10.2022

Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. október 2022:

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi lauk þann 9. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Eyjafjarðarsveit, Umhverfisstofnun og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrir fundinum liggur einnig umsögn Vegagerðarinnar sem barst eftir afgreiðslu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju, með þeim breytingum að áningarstöðum er fækkað úr sjö í fjóra til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.