Erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Búvís ehf., kt. 590106-1270, og VN Fasteigna ehf., kt. 611107-0480, óskar eftir deiliskipulagsbreytingum fyrir lóðirnar Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51.
Óskað er eftir eftirtöldum breytingum fyrir lóð Grímseyjargötu 2:
1) Byggingareitur verði rýmkaður á lóðinni samkv. meðf. lóðarteikningu.
2) Hæð á langhlið hússins verði hækkuð í 7,0 m í stað 6,0 m - þakhalli verði óbreyttur.
3) Umferðarsvæði að austan verði 6,0 m að breidd í stað 12,0 m.
4) Nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,4 í stað 0,3.
5) Fjöldi almennra bílastæða verði 1 á hverja 100 m² í húsinu eða alls 12 bílastæði - stærri bílar verði með aðstöðu á athafnasvæði lóðarinnar.
6) Leyft verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Grímseyjargötu.
7) Sameiginleg inn/útkeyrsla verði frá/út á Laufásgötu.
Óskað er eftir eftirtöldum breytingum fyrir lóð Gránufélagsgötu 51:
1) Byggingareitur verði rýmkaður á lóðinni samkv. meðf. lóðarteikningu.
2) Hæð á langhlið hússins verði hækkuð í 7,0 m í stað 6,0 m - þakhalli verði óbreyttur.
3) Umferðarsvæði að austan verði 6,0 m að breidd í stað 12,0 m.
4) Fjöldi almennra bílastæða verði 1 á hverja 100 m² í húsinu eða alls 9 bílastæði - stærri bílar verði með aðstöðu á athafnasvæði lóðarinnar.
5) Leyft verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Gránufélagsgötu.
6) Sameiginleg inn/útkeyrsla verði frá/út á Laufásgötu.