Tekin fyrir tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að unnin verði rannsókn á mannfjöldaþróun eftir aldursþrepum og tengslum hennar við atvinnuþróun bæjarins. Lögð fram rannsóknaráætlun sviðsstjóra. Markmiðið er að fá áreiðanlegri mannfjöldaspá, hvernig aldursskipt íbúaþróun tengist eftirspurn eftir húsnæði og hvert/hvernig atvinnuþróun í bænum tengist því. Hæg mannfjöldaþróun hefur undanfarin ár verið í aldursflokkum 0 - 50 ára, en mun hraðari þróun í eldri aldurshópum. Þetta hefur áhrif á eftirspurn eftir húsnæði, og einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á fólksflutninga til Akureyrar er samsetning vinnumarkaðarins. Markmið rannsóknarinnar er að finna samspil þessara þátta og hvernig bæjaryfirvöld geta brugðist við því.