Lagt fram erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 12. mars 2019, f.h. eiganda Skipagötu 12, BRG 2017 ehf., kt 410915-1460, þar sem óskað er eftir heimild til ýmissa breytingu á húseigninni Skipagötu 12. Er óskað eftir eftirfarandi breytingum:
1. Að auka byggingarheimild innan lóðar um 170 m² umfram það sem gildandi deiliskipulag heimilar.
2. Að að stækka byggingarreit að vestur- og norðurlóðarmörkum.
3. Að breyta skrifstofum á 2. og 3. hæð hússins í fjórar íbúðir.
4. Að í stækkun til vesturs og norðurs verði auk stigahúss með lyftu einnig gert ráð fyrir stækkun á öllum fjórum hæðum hússins til þess að fá betur nýtanlegar íbúðir á 2.- 4. hæð. Í stækkuninni verði einnig komið fyrir bakrými fyrir veitingahúsið, nýr inngangur fyrir íbúðir á efri hæðum hússins, auk nýrrar sorpgeymslu fyrir allt húsið.
5. Að færa núverandi inngang inn í veitingahúsið á jarðhæðinni sunnar á austurhliðinni
6. Að færa inngang á jarðhæð fyrir efri hæðir hússins yfir á norðurhliðina (í viðbygginguna).
7. Að koma fyrir nýjum svölum á austurhlið fyrir íbúðir á 2. og 3. hæð.
8. Að koma fyrir nýjum gluggum á norðurhlið Skipagötu 12.