Miðhúsavegur 4 - lóðarstækkun

Málsnúmer 2019030022

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Erindi dagsett 1. mars 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Verkvals ehf., kt. 530887-1709, óskar eftir breytingu á aðalskipulagi svæðisins til að stækka lóðina Miðhúsaveg 4 og skilgreina byggingarreit fyrir allt að 300 fermetra iðnaðarhúsnæði, nýbyggingu. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir stækkun lóðar og afmörkun byggingarreitar.
Skipulagsráð samþykkir ekki að gerð verði breyting á núverandi aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á núverandi athafnasvæði þar sem ekki er talið æskilegt að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi frá því sem nú er á þessu svæði.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð - 3634. fundur - 04.04.2019

Erindi dagsett 25. mars 2019 frá Jóni Björnssyni f.h. Verkvals ehf. þar sem farið er fram á að ákvörðun skipulagsráðs frá 13. mars sl. um að hafna umsókn fyrirtækisins um stækkun lóðarinnar Miðhúsavegur 4 verði tekin til endurskoðunar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um endurupptöku málsins þar sem beiðnin uppfyllir ekki ákvæði 24. gr. stjórnsýslulaga en felur bæjarlögmanni að leiðbeina umsækjanda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 314. fundur - 24.04.2019

Lagt fram bréf Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra Verkvals ehf., kt. 530887-1709, dagsett 25. mars 2019, þar sem óskað er eftir endurskoðun ákvörðunar skipulagsráðs frá 13. mars sl. um að hafna ósk um stækkun lóðarinnar Miðhúsavegur 4 um 30 m til austurs og heimildar til að byggja nýtt atvinnuhúsnæði á lóðinni. Er nú óskað eftir að lóðin verði stækkuð um 15 m til austurs í stað 30 m auk heimildar til byggingar á nýju atvinnuhúsnæði til að hýsa núverandi tækjakost fyrirtækisins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins milli funda.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lagt fram að nýju bréf Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra Verkvals ehf., kt. 530887-1709, dagsett 25. mars 2019, þar sem óskað er eftir endurskoðun ákvörðunar skipulagsráðs frá 13. mars sl. um að hafna ósk um stækkun lóðarinnar Miðhúsavegur 4 um 30 m til austurs og heimildar til að byggja nýtt atvinnuhúsnæði á lóðinni. Er nú óskað eftir að lóðin verði stækkuð um 15 m til austurs í stað 30 m auk heimildar til byggingar á nýju atvinnuhúsnæði til að hýsa núverandi tækjakost fyrirtækisins. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 24. apríl 2019.
Fram komu tvær tillögur að afgreiðslu og voru þær bornar upp til atkvæða.



Fyrri tillaga:

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á athafnasvæði merkt AT13 til samræmis við fyrirliggjandi gögn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem stækkun lóðarinnar mun ekki hafa áhrif á aðra en umsækjendur og Akureyrarbæ.

Meirihluti skipulagsráðs gerir jafnframt ekki athugasemd við byggingu á nýju húsi á svæðinu en frestar afgreiðslu þess hluta erindisins þar til búið er að stækka lóðina og lögð hefur verið fram umsókn um byggingarleyfi ásamt teikningum.

Tillagan var felld með þremur atkvæðum Tryggva Más Ingvarssonar B-lista, Orra Kristjánssonar S-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista gegn tveimur atkvæðum Helga Snæbjarnarsonar L-lista og Ólafs Kjartanssonar V-lista.



Seinni tillaga:

Að mati skipulagsráðs hafa forsendur ákvörðunar um að hafna lóðarstækkun ekki breyst þar sem ekki er talið æskilegt að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi frá því sem nú er á þessu svæði.

Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum Tryggva Más Ingvarssonar B-lista, Orra Kristjánssonar S-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista gegn einu atkvæði Helga Snæbjarnarsonar L-lista.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Skipulagsráð - 354. fundur - 10.03.2021

Lagt fram erindi Gunnars R. Jónssonar og Hildar A. Gylfadóttur dagsett 26. febrúar 2021, f.h. Verkvals ehf. þar sem ítrekuð er beiðni um lóðarstækkun á lóðinni Miðhúsavegur 4 og jafnframt að heimilt verði að reisa allt að 300 fm iðnaðarhúsnæði.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjendur.

Skipulagsráð - 356. fundur - 14.04.2021

Lagt fram að nýju erindi Gunnars R. Jónssonar og Hildar A. Gylfadóttur dagsett 26. febrúar 2021, f.h. Verkvals ehf. þar sem ítrekuð er beiðni um lóðarstækkun á lóðinni Miðhúsavegur 4 og jafnframt að heimilt verði að reisa allt að 300 m² iðnaðarhúsnæði. Þá er jafnframt lagt fram bréf dagsett 6. apríl 2021 þar sem fram koma viðbótarupplýsingar um núverandi og fyrirhugaða starfsemi.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að deiliskipulag sem vinna á fyrir svæði sem merkt er sem S36 í aðalskipulagi Akureyrar vegna fyrirhugaðrar byggingar dýraspítala nái einnig yfir reit AT13 og að þar verði gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar Miðhúsavegur 4.

Þórhallur Jónsson D-lista og Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista greiða atkvæði á móti og óska bókað að forsendur hafi ekki breyst og þessi starfsemi eigi frekar heima á iðnaðarsvæði eins og við Sjafnarnes.