Geirþrúðarhagi 6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi, vegna stækkunar bílastæða

Málsnúmer 2019050171

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lagt fram erindi frá Haraldi Árnasyni dagsett 17. apríl 2019, fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Geirþrúðarhaga 6. Er óskað eftir að bílastæði verði stækkuð um 1,5 m til vesturs og að bil milli bílastæðalóða verði 3 m í stað 8 m. Er gert ráð fyrir að sett verði snjóbræðsla í göngustíg meðfram bílastæðum. Þá er einnig óskað eftir að hæðarkótar verði eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu og þá með þeim formerkjum að hefðbundið frávik /- 25 sm gildi áfram.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga að mati ráðsins og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana með vísun í heimild 2. ml. 3. mgr. 44. gr. laganna. Er skipulagssviði falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar endanleg gögn liggja fyrir frá umsækjanda.