Hafnarstræti 80 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017030535

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 610808-1310, óskar eftir heimild skipulagsráðs til að breyta deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara.

Á fundinn komu Fanney Hauksdóttir arkitekt og Halldór Jóhannsson fyrir hönd Norðurbrúar og kynntu umbeðnar breytingar.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 610808-1310, óskar eftir samþykki skipulagsráðs til að breyta deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 7. apríl 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tryggvi Már Ingvarsson formaður mætti á fundinn kl. 09:00 og tók við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn - 3414. fundur - 02.05.2017

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 610808-1310, óskar eftir samþykki skipulagsráðs til að breyta deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 7. apríl 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80 var auglýst frá 10. maí með athugasemdafresti til 21. júní 2017. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Engin athugasemd barst.

Ein umsögn barst:

1) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar, dagsett 22. maí 2017

Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við breytt deiliskipulag. Það vekur þó furðu að áður hafði kröfu um bílakjallara verið aflétt þar sem sú framkvæmd var talin flókin og kostnaðarsöm og ekki væri hægt að leggja slíka kröfu á framkvæmdaraðila. Nú virðist ekki vefjast fyrir framkvæmdaraðila að koma fyrir tæknirými í kjallara. Þó bílastæði undir hótelbyggingunni hefðu ekki verið arðbær fyrir byggingaraðila þá hefðu þau létt á svæðinu í kring. Skipulagsyfirvöld eru hvött til að skoða lagaramma framkvæmdaleyfa með tilliti til heimildar til handa bæjaryfirvöldum til að gera kröfur um samfélagslegt framlag framkvæmdaraðila.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við afgreiðslu málsins.


Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsráð" og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku hennar.