4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:
Erindi dagsett 1. september 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf., þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, óskaði eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu, þannig að leyft verði að auka byggingamagn í Krókeyrarnöf 21 í 385 m² eða um 34 m² og gera skyggni yfir bílgeymslu- og aðaldyrahurðum út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september síðastliðinn að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og er meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar dagsett 30. september 2015 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofunni Formi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.