Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins. Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að unnið verði deiliskipulag fyrir gatnamót Glerárgötu, Borgarbrautar, Hörgárbrautar og Tryggvabrautar. Áður lögð fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar dagsett 22. maí 2017 ásamt svörum við athugasemdum ráðsins frá 31. maí 2017.
Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 12. júlí 2017.