Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 15. júlí 2015 og send til umsagnar.
6 umsagnir bárust:
1) Minjastofnun Íslands, dagsett 31. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð en bent er á að mæla þarf upp fornleifar og gera húsakönnun eins og kemur fram í lýsingunni.
2) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 26. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð, en athygli er vakin á að við gerð deiliskipulagsins verði getið um þau sameiginlegu verkefni sem þeir óskyldu aðilar sem lóðina nýta þurfa að leysa í sameiningu.
3) Kirkjugarðaráð, dagsett 17. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð en bent er á að samráð skal haft við viðkomandi sóknarnefnd og kirkjugarðsstjórn. Bent er á lög nr. 36 frá 1993.
4) Skipulagsstofnun, dagsett 15. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð.
5) Norðurorka, dagsett 22. júlí 2015.
Bent er á lagnir Norðurorku, sjá kort.
6) Sóknarnefnd Lögmannshlíðar, dagsett 11. ágúst 2015.
Engin athugasemd er gerð.
Formaður bar upp ósk um að taka út lið 15, Stefnumörkun skipulagsnefndar, sem var í útsendri dagskrá og bæta inn á dagskrá lið 18, Aðalskipulagsbreyting - Hörgársveit - tilfærsla Lónsins, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.