Skipulagsnefnd

217. fundur 25. nóvember 2015 kl. 08:00 - 08:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvaldar Heiðarssonar.
Formaður bar upp ósk um að taka út lið 15, Stefnumörkun skipulagsnefndar, sem var í útsendri dagskrá og bæta inn á dagskrá lið 18, Aðalskipulagsbreyting - Hörgársveit - tilfærsla Lónsins, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Hafnarstræti 104 - krafa um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., kt. 480179-0159, eiganda Hafnarstrætis 106, óskar eftir að brunastigi og flóttahurð á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægð þar sem ekki sé um fullnægjandi flóttaleiðir frá hæðunum að ræða og með vísun í fyrirvara í samþykki eiganda Hafnarstrætis 106 frá 17. nóvember 2004. Innkomin andmæli eiganda efri hæða Hafnarstrætis 104 dagsett 28. október 2015.
Með vísan til samþykkis fyrrum eigenda Hafnarstrætis 106 um brunastiga og flóttahurð á Hafnarstræti 104, og uppsagnar núverandi eiganda á því samþykki, er það mat skipulagsnefndar að Drífa ehf., eigandi fasteignar að Hafnarstræti 106 geti krafist þess að brunastigi og flóttahurð norðan á húsinu nr. 104 við Hafnarstræti skuli fjarlægð með vísan til samþykkisins og fyrirvara fyrri eiganda Hafnarstrætis 106.
Skipulagsnefnd veitir H104 fasteignafélagi ehf. hér með frest til 25. maí 2016 til að sækja um aðra lausn á flóttaleiðum á 2. og 3. hæð hússins Hafnarstrætis 104 til skipulagsstjóra Akureyrarbæjar.
Brunastigann skal fjarlægja og loka hurðargati þegar viðunandi úrlausn sem skipulagsstjóri hefur samþykkt liggur fyrir og framkvæmdum samkvæmt henni lokið. Frestur til þess er hæfilega metinn vera 25. nóvember 2016.

2.Aðalskipulagsbreyting - Hörgársveit - tilfærsla Lónsins við sláturhús B. Jensen

Málsnúmer 2013050008Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram drög að samkomulagi um breytt staðarmörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar byggt á aðalskipulagsbreytingu sem tók gildi 24. september síðastliðinn.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn í samræmi við sveitastjórnarlög nr. 138/2011.

3.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 12. nóvember 2015. Lögð var fram fundargerð 563. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 4. nóvember 2015. Lögð var fram fundargerð 562. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

5.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. október 2015. Lögð var fram fundargerð 561. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

6.Gránufélagsgata 4 - breytingar innanhúss og skilti

Málsnúmer 2015110115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2015 þar sem Guðni Hannes Guðmundsson f.h. Langabúrs ehf., kt. 461115-0200, sækir um leyfi til breytinga í rými 0104 í eign 225-7151 og leyfi til að setja skilti á húsið nr. 4 við Gránufélagsgötu. Um er að ræða verslun með vörur beint frá býli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi og notkun rýmisins.
Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

7.Ráðhústorg 5 - gisting - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2015110106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2015 þar sem Förli ehf., kt. 560712-1110, sækir um breytta notkun fyrir rými á 2. hæð í húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Samþykkt notkun er skrifstofu- og þjónustustarfsemi en óskað er eftir að breyta húsnæðinu í gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi og notkun eignarinnar.
Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

8.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun - vinnuhópur

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar leggur til að í vinnuhópinn verði bætt fulltrúa frá framkvæmdadeild.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og óskar eftir við framkvæmdadeild að hún tilnefni fulltrúa sinn í vinnuhópinn.

9.Hafnarstræti 106 - umsókn um að setja upp ljósastaura

Málsnúmer 2015110049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Drífa ehf., kt. 480173-0159, sækir um leyfi til að setja upp tvo ljósastaura fyrir framan hús nr. 106 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd getur ekki samþykkt erindið en vísar erindinu til heildarendurhönnunar götunnar.

10.Lögmannshlíð - skipulagslýsing deiliskipulags

Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 15. júlí 2015 og send til umsagnar.
6 umsagnir bárust:
1) Minjastofnun Íslands, dagsett 31. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð en bent er á að mæla þarf upp fornleifar og gera húsakönnun eins og kemur fram í lýsingunni.
2) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 26. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð, en athygli er vakin á að við gerð deiliskipulagsins verði getið um þau sameiginlegu verkefni sem þeir óskyldu aðilar sem lóðina nýta þurfa að leysa í sameiningu.
3) Kirkjugarðaráð, dagsett 17. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð en bent er á að samráð skal haft við viðkomandi sóknarnefnd og kirkjugarðsstjórn. Bent er á lög nr. 36 frá 1993.
4) Skipulagsstofnun, dagsett 15. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð.
5) Norðurorka, dagsett 22. júlí 2015.
Bent er á lagnir Norðurorku, sjá kort.
6) Sóknarnefnd Lögmannshlíðar, dagsett 11. ágúst 2015.
Engin athugasemd er gerð.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og vísar innkomnum athugasemdum til vinnslu deiliskipulagsins.

11.Hofsbót/ Torfunef - Ambassador - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015100142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2015 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Ambassador ehf., kt. 551009-2620, sækir um lóð við Hofsbót/Torfunef fyrir aðstöðu vegna hvalaskoðunar. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Ef ekki er hægt að verða við umsókninni er óskað eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir færanlegu húsnæði á Torfunefsbryggju og einnig að stækka það þar til hægt verður að byggja hús á svæðinu skv. deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu hvað varðar lóðarúthlutun að sinni þar sem lóðin er ekki tilbúin til úthlutunar. Tekið er jákvætt í að veita fyrirtækinu leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu. Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um það þegar hún berst í samráði við hafnarstjóra.

12.Hofsbót - Sea safari - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015110001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2015 þar sem Torfi G. Yngvason f.h. Sea Safari ehf., kt. 710806-0200, sækir um lóð við Hofsbót fyrir aðstöðu vegna hvalaskoðunar. Ef ekki er hægt að verða við umsókninni er óskað eftir stöðuleyfi fyrir færanlegt húsnæði við Hofsbót þar til hægt er að byggja hús á svæðinu skv. deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu hvað varðar lóðarúthlutun að sinni þar sem lóðin er ekki tilbúin til úthlutunar. Tekið er jákvætt í að veita fyrirtækinu leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu. Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um það þegar hún berst í samráði við hafnarstjóra.

13.Austurvegur 24, Hrísey - fyrirspurn

Málsnúmer 2015110093Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Nónbils ehf., kt. 551107-1830, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til breytinga á lóðinni nr. 24 við Austurveg í samræmi við meðfylgjandi tillögur eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Rangárvellir - tankur og afgreiðsla fyrir lífdísel, fyrirspurn

Málsnúmer 2015110118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2015 þar sem Guðmundur H. Sigurðarson f.h. Vistorku ehf., kt. 670515-0950, óskar eftir viðbrögðum skipulagsnefndar við tilraunarverkefni sem snýr að því að koma fyrir 6.000 lítra tanki við eða á lóð Norðurorku við Rangárvelli fyrir lífdísel ásamt dælu. Olían er fyrst og fremst ætluð til nota fyrir bíla á vegum sveitarfélagsins. Guðmundur kom á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Guðmundi fyrir komuna og tekur jákvætt í að heimila tilraunaverkefni þetta í 6 mánuði. Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um stöðuleyfi í samræmi við það þegar hún berst.

15.Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015090019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf. þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofnunni Form, dagsett 11. nóvember 2015.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Austurbrú 2-12 - fyrirspurn um breytingar á ákvæðum deiliskipulags

Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, leggur fram fyrirspurn um breytingar á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar.
Á fundinn komu Ingólfur Freyr og Steingrímur Pétursson og gerðu nánari grein fyrir umbeðnum breytingum.
Skipulagsnefnd þakkar Ingólfi og Steingrími fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi í samræmi við framkomnar hugmyndir.

17.Sandgerðisbót - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Sandgerðisbót vegna lóðar fyrir skolphreinsistöð sbr. bókun skipulagsnefndar þann 24. júní 2015.
Skipulagsnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar lækki úr 0,33 í 0,31 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Hagahverfi - deiliskipulagsbreyting og leiðrétting gagna

Málsnúmer 2015100139Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 'Hagahverfis' var grenndarkynnt 4. nóvember 2015 og lauk henni 16. nóvember þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu. Um er að ræða minniháttar breytingar á uppdrætti, nýja lóð fyrir spennistöð Norðurorku og grenndarstöð fyrir endurvinnslugáma. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. dagsett 28. október 2015. Einnig er meðfylgjandi uppfærður deiliskipulagsuppdráttur af öllu hverfinu.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

Fundi slitið - kl. 08:00.