Austurbrú 2-12 - fyrirspurn um breytingar á ákvæðum deiliskipulags

Málsnúmer 2015110047

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, leggur fram fyrirspurn um breytingar á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar.
Á fundinn komu Ingólfur Freyr og Steingrímur Pétursson og gerðu nánari grein fyrir umbeðnum breytingum.
Skipulagsnefnd þakkar Ingólfi og Steingrími fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi í samræmi við framkomnar hugmyndir.

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, spurðist fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 25. nóvember 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem er dagsett 1. desember 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3384. fundur - 14.12.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. desember 2016:
Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, spurðist fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 25. nóvember 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem er dagsett 1. desember 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Breyting á deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulaga fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

2) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.

Götur norðan og vestan við Hafnarstræti 80 ættu frekar að vera einstefnugötur til að fá þar aukin bílastæði. Einnig mætti Austurbrú vera einstefna í suður og fjölga þar bílastæðum næst húsunum sem þar standa. Með því að breyta þessum götum í einstefnugötur mun slysahætta líka minnka.

Til að leysa að hluta til þessi bílastæðamál þarf að fjölga umtalsvert bílastæðum sunnan við Hafnarstræti 80, allt að ca. 100 stæði eða jafnvel meira.



Ein umsögn barst.

Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016. Engin athugasemd er gerð.



Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera tillögur að svörum við innkomnum athugasemdum.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Ein athugasemd barst:

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Samkomuhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

Ein umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.


Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Svar við athugasemd:

Í gildandi deiliskipulagi eru 212 almenn bílastæði og í auglýstri deiliskipulagstillögu er ekki verið að gera breytingar á þeim. Ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 um eitt stæði á hverja íbúð segir að "almennt skuli gera ráð fyrir"og er því ekki afgerandi kvöð.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3389. fundur - 15.03.2016

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. mars 2016:

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Ein athugasemd barst:

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Samkomuhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

Ein umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.


Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Svar við athugasemd:

Í gildandi deiliskipulagi eru 212 almenn bílastæði og í auglýstri deiliskipulagstillögu er ekki verið að gera breytingar á þeim. Ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 um eitt stæði á hverja íbúð segir að "almennt skuli gera ráð fyrir" og er því ekki afgerandi kvöð.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.