Breyting á deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.
Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulaga fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.
2) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.
Götur norðan og vestan við Hafnarstræti 80 ættu frekar að vera einstefnugötur til að fá þar aukin bílastæði. Einnig mætti Austurbrú vera einstefna í suður og fjölga þar bílastæðum næst húsunum sem þar standa. Með því að breyta þessum götum í einstefnugötur mun slysahætta líka minnka.
Til að leysa að hluta til þessi bílastæðamál þarf að fjölga umtalsvert bílastæðum sunnan við Hafnarstræti 80, allt að ca. 100 stæði eða jafnvel meira.
Ein umsögn barst.
Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016. Engin athugasemd er gerð.
Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi í samræmi við framkomnar hugmyndir.