2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 11. júní 2015:
Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögum að jafnréttisstefnu til umsagnar hjá deildum og nefndum Akureyrarbæjar.
Í samræmi við nýtt ákvæði í stefnunni, tilnefnir ráðið Vilberg Helgason sem þróunarleiðtoga innan samfélags- og mannréttindaráðs. Hlutverk þróunarleiðtoga er að vera málsvarar kynjasamþættingar.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráð undir þessum lið.