Frístundaráð

48. fundur 23. janúar 2019 kl. 12:00 - 14:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Bæjarstjórn sé sýnileg í baráttu gegn vímuefnum

Málsnúmer 2018120150Vakta málsnúmer

Gunnar Jónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 13. desember sl. Hann vill að bæjarstjórn taki til umræðu og sé í fararbroddi gegn þeirri vá sem vímuefni eru og sé sýnilegri og komi fram opinberlega í þessari baráttu.

Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 20. desember og ákvað að vísa því til frístundaráðs.

Gunnar Jónsson mætti á fund ráðsins.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Fristundaráð þakkar Gunnari fyrir komuna á fundinn.

Ráðið tekur heilshugar undir þær vangaveltur sem Gunnar kom fram með á fundinum um skort á sýnileika þeirrar forvarnarvinnu sem unnin er í sveitarfélaginu. Ráðið hvetur forvarnarteymi sveitarfélagsins að skoða vel með hvaða hætti er hægt að gera forvarnarvinnuna sýnilegri.

2.Forvarna- og frístundadeild - starfslýsingar

Málsnúmer 2019010212Vakta málsnúmer

Starfslýsingar starfsmanna á forvarna- og frístundadeild samfélagssviðs lagðar fram til kynningar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

3.Frístundaráð - rekstaryfirlit 2018

Málsnúmer 2018080089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit vegna ársins 2018.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið

4.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að matrixu vegna þjónustusamninga við íþróttafélög.

Einnig lagðir fram til samþykktar rekstrarsamningar við Hestamannafélagið Létti og Skautafélag Akureyrar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir umsögn frá ÍBA v/matrixunnar. Jafnframt óskar ráðið eftir því að ÍBA komi með tillögu að skilgreiningu á iðkanda.

Frístundaráð samþykkir framlagða rekstrarsamninga og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

5.Afsláttur af aðgangseyri í Sundlaug Akureyrar og Hlíðarfjall

Málsnúmer 2019010229Vakta málsnúmer

Erindi Ástu Guðnýjar Kristjánsdóttur f.h. KEA, dagsett 14. janúar 2019, þar sem spurt er hvort Akureyrarbær sé viljugur til að veita KEA korthöfum afslátt af aðgangseyri í Sundlaug Akureyrar og í Hlíðarfjall.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið og deildir leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.
Frístundaráð felur sviðsstjóra að leggja fram kynningaráætlun á næsta fundi.

7.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Samkvæmt jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar veitir frístundaráð árlega viðurkenningu þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Akureyrarbæjar, einstaklingi eða félagi sem hefur að mati nefndarinnar staðið sig best undangengið ár við framgang jafnréttismála á Akureyri með það að markmiði að auka jafnréttishugsun á Akureyri.
Frístundaráð felur sviðsstjóra að auglýsa eftir tilnefningum.

8.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

Samkvæmt jafnréttislögum nr.10/2008 12. gr. skulu jafnréttisnefndir sveitarfélaga hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlanir skulu lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Frístundaráð felur sviðsstjóra að hefja undirbúning að vinnu við endurskoðun á jafnréttisstefnu.

Fundi slitið - kl. 14:45.