Frístundaráð

33. fundur 27. júní 2018 kl. 12:00 - 14:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 12. júní 2018 kosið aðal- og varamenn til setu í frístundaráði:

Hildur Betty Kristjánsdóttir, formaður
Arnar Þór Jóhannesson, varaformaður
Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Viðar Valdimarsson
Ásrún Ýr Gestsdóttir, áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Maron Pétursson
Haraldur Þór Egilsson
Ólöf Rún Pétursdóttir
Elías Gunnar Þorbjörnsson
Stefán Örn Steinþórsson
Valur Sæmundsson, varaáheyrnarfulltrúi

1.Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022

Málsnúmer 2018060368Vakta málsnúmer

Nefndarmenn undirrituðu eyðublað um almennar og sérstakar þagnar- og trúnaðarskyldur.

2.Samþykkt fyrir frístundaráð

Málsnúmer 2018060517Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir helstu atriði í samþykkt fyrir frístundaráð.

3.Frístundaráð, fundaáætlun 2018

Málsnúmer 2018060436Vakta málsnúmer

Fastir fundartímar verða að jafnaði fyrsti og þriðji miðvikudagur í hverjum mánuði kl. 12:00.

4.Hnefaleikafélag Akureyrar - æfingaaðstaða fyrir félagið

Málsnúmer 2018060366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA varðandi aðstöðu fyrir Hnefaleikafélag Akureyrar í íþróttahúsi Laugargötu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fristundaráð samþykkir að heimila Hnefaleikafélagi Akureyrar að fá aðstöðu í íþróttahúsi Laugargötu og felur ÍBA að útdeila tímum til þeirra í samstarfi við núverandi notendur.

5.Rekstur íþróttamannvirkja - samantektir frá Karli Guðmundssyni

Málsnúmer 2012050062Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra varðandi rekstur sjö stærstu íþróttafélaganna á Akureyri sl. 10 ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

6.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2015110251Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við rekstrarsamning KA fyrir árið 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagðan viðauka við rekstarsamning KA að upphæð kr. 8.300.000 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði með ósk um tilfærslu fjármagns á milli kostnaðarstöðva þar sem kostnaður rúmast innan málaflokks 106.

7.World Class - samkomulag um aðgang að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2018050133Vakta málsnúmer

Lagt fram til samþykktar samkomulag við Laugar ehf um aðgang gesta World Class við Skólastíg að Sundlaug Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir samninginn.

8.Tónræktin, starfsár 2017 - 2018

Málsnúmer 2018060435Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla vegna starfsársins 2017-2018 og ársreikningur Tónræktarinnar fyrir árið 2017.
Hulda Margrét Sveinsdóttir vék af fundi kl. 13:50.

9.Samfélagssvið, fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 2018060438Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sumarið 2018 og veturinn 2018-2019.

Einnig lagt fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli á árinu 2018 fyrir árið 2019.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns að gjaldskrá vegna sumaropnunar 2018 en frestar afgreiðslu gjaldskrártillögu vegna vetrarins 2018-2019 til næsta fundar.

10.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

Uppfærð jafnréttisstefna m.t.t. stjórnsýslubreytinga sem urðu á árinu 2017, lögð fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir uppfærða jafnréttisstefnu.

Fundi slitið - kl. 14:30.