Kjarasamninganefnd

5. fundur 02. september 2015 kl. 08:15 - 10:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Kynjasamþætting og kynjuð fjárhagsáætlunargerð

Málsnúmer 2015050068Vakta málsnúmer

Kynnt greining á úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni árin 2006-2015.
Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

2.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 11. júní 2015:
Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögum að jafnréttisstefnu til umsagnar hjá deildum og nefndum Akureyrarbæjar.
Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.
Kjarasamninganefnd vísar drögum að jafnréttisstefnu til samfélags- og mannréttindaráðs með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

3.Greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda

Málsnúmer 2015080138Vakta málsnúmer

Unnið að endurskoðun reglna Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur starfsmanna á eigin bifreiðum í þágu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:10.