Samfélags- og mannréttindaráð

186. fundur 09. júní 2016 kl. 14:00 - 15:32 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru Silju Daggar Baldursdóttur formanns.
Inda Björk Gunnarsdóttir varamaður L-lista boðaði forföll.
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista sat fundinn í fjarveru Bergþóru Þórhallsdóttur.
Vilberg Helgason V-lista var fjarverandi og varamaður mætti ekki heldur.

1.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kom á fundinn og kynnti ýmis mál og samstarf til að sporna gegn og vinna með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og heimilisofbeldis. Kynntur var nýr samningur við Aflið, samstarf fjölskyldudeildar og lögreglunnar. Einnig var rætt um meðferðarúrræðið Gæfusporið sem samfélags- og mannréttindadeild hefur styrkt.
Ráðið þakkar Guðrúnu fyrir góðar upplýsingar.

2.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Ungmennráð hefur unnið að endurskoðun samþykktar fyrir ráðið. Tillaga ráðsins um breytingar var lögð fram til umræðu.

Eldri samþykkt:

http://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/samthykkt-ungmennarad-2010.pdf

Ráðið felur framkvæmdastjóra að fara yfir drögin að samþykktinni og boða síðan fulltrúa í ungmennaráði á fund ráðsins í haust.

3.Súlur Björgunarsveitin á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2016060026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 30. maí 2016 frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, undirritað af Magnúsi Viðari Arnarssyni formanni. Sótt er um rekstrarstyrk til næstu þriggja ára.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að vinna að nýjum samningi við Súlur, björgunarsveit í samráði við bæjarráð og bæjarstjóra.

4.Samfélags- og mannréttidadeild - forvarna- og æskulýðsmál

Málsnúmer 2016050050Vakta málsnúmer

Lagðar fram skýrslur um starf félagsmiðstöðva og að forvörnum veturinn 2015-2016 og yfirlit yfir starfsemi og heimsóknir í Ungmennahúsið 2014-2016. Efnið var rætt á síðasta fundi ráðsins þegar forstöðumaður forvarna og æskulýðsmála gerði grein fyrir starfinu.

5.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 2. júní 2016, þar sem tillögum aðgerðarhóps er vísað til nefnda. Einnig lagðar fram upplýsingar um verkefni sem sett verða til frekari úrvinnslu.

6.Fjárhagsáætlun 2017 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2016060048Vakta málsnúmer

Rætt um væntanlega fjárhagsáaætlunarvinnu og áherslur í henni. Farið yfir verkefni deildarinnar í samræmi við starfsáætlanir, þróun og hugsanlegar breytingar.

Fundi slitið - kl. 15:32.