Málsnúmer 2016010086Vakta málsnúmer
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Tvö erindi bárust frá Ambassador hvalaskoðun þann 16. mars 2016, annars vegar um hvort samþykki fengist til að flytja Wathne-húsið á lóð nr. 1 við Torfunef og gömlu Bátasmiðjuna á lóð nr. 3. Hins vegar er óskað eftir að komið verði upp bryggjukanti í vesturhluta hafnarinnar.
Umsögn vegna Torfunefsbryggju barst frá Minjastofnun Íslands, dagsett 19. apríl 2016.
Torfunefsbryggja var upphaflega byggð árið 1905 og endurreist árið 1907. Leifar bryggjunnar kunna að finnast undir landfyllingu Drottningarbrautar og eru friðaðar. Ekki má raska friðuðum fornleifum nema með leyfi Minjastofnunar. Ef farið verður í framkvæmdir sem ógna fornleifum mun Minjastofnun fara fram á mótvægisaðgerðir. Ef ráðist verður í gerð nýrrar Torfunefsbryggju hvetur Minjastofnun til að skilyrði verði sett í deiliskipulag varðandi hönnun nýrrar bryggju.
Einnig bar hann upp ósk um að bætt verði við útsenda dagskrá lið 21, Stígar á Akureyri, samfélagssátt um hægri umferð og lið 22, Glerárgata 32 - umsókn um deiliskipulag og var það samþykkt.