Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer
Ómar Ívarsson f.h. X2 hönnunar - skipulags ehf., og Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf., mættu á fundinn og kynntu tillögu að deiliskipulagi og veghönnun fyrirhugaðrar Dalsbrautar. Einnig var lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og ábendingar íbúa sem borist hafa vegna kynningar skýrslu sem inniheldur skipulagslýsingu, matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar, unna af X2 hönnun - skipulagi ehf., dagsett 30. maí 2011.
Skýrslan hefur legið frammi til kynningar frá 12. júlí 2011 á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Þá var skýrslan einnig auglýst í Fréttablaðinu og Dagskránni. Þrjár ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Kristni fyrir kynninguna.
Tekið verður tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar er varða matslýsingu í endanlegum gögnum. Ábendingum íbúa er vísað áfram til vinnuhópsins til frekari úrvinnslu.
Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur um tillöguna þann 8. september nk.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins að öðru leyti.