Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. júní 2012 vegna kæru á deiliskipulagi Dalsbrautar.
Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er sú að deiliskipulagstillagan hafi fengið lögformlega rétta málsmeðferð samkvæmt skipulagslögum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ákvæði deiliskipulags um lagningu brautarinnar fari ekki gegn réttmætum væntingum kærenda um þróun samgöngumannvirkja á skipulagssvæðinu. Úrskurðarnefndin kemst þó að þeirri niðurstöðu að misræmi sé á milli aðalskipulags og hins kærða deiliskipulags að því leyti að ekki eru sýndar tengingar á aðalskipulagi við lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA. Þessir tæknilegu annmarkar varða nyrðri hluta Dalsbrautar og verða leiðréttir af skipulagsyfirvöldum. Niðurstaða ÚUA hefur ekki áhrif á framkvæmdir við suður hluta Dalsbrautar og er áformað að þær hefjist á allra næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.