Skipulagsnefnd

130. fundur 11. janúar 2012 kl. 08:00 - 10:17 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Árni Páll Jóhannsson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Kristján Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og bauð nýjan nefndarmann, Sóleyju Björk Stefánsdóttur V-lista, velkomna til starfa.

1.Óseyri sunnan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2011100088Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Óseyrar sunnan Krossanesbrautar. Um er að ræða deiliskipulag af þegar byggðu hverfi.
Tillagan var auglýst þann 9. nóvember og var athugasemdafrestur til 22. desember 2011. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Ein athugasemd barst frá Gísla Magnússyni dagsett 10. nóvember 2011 þar sem hann óskar eftir að gróðri verði plantað í jaðar deiliskipulagssvæðisins.
Aðrar athugasemdir fjölluðu um óskyld mál sem snerta ekki auglýsta tillögu og gefa því ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að setja sérstaka kvöð um gróður á svæðinu heldur verður lóðarhöfum í sjálfsvald sett gróðursetning á lóðunum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

2.Hafnarstræti 57 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2011120460Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2011 þar sem Helga Mjöll Oddsdóttir f.h. Leikfélags Akureyrar, kt. 420269-6339, sækir um undanþágu skv. gr. 11.1.1 í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar, vegna viðburðarskiltis sem fyrirhugað er að komi tímabundið (tveir mánuðir) á framhlið Samkomuhússins til að auglýsa leikritið Gulleyjuna. Stærð skiltisins er 6x14m (84m2). Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi.

Meirihluti skipulagsnefnd samþykkir uppsetningu viðburðarskiltisins þar sem starfsemi Leikfélagsins er ekki í samkeppni við aðra aðila á Akureyri í sambærilegum rekstri.

Leyfið er veitt tímabundið frá 15. janúar til 15. mars 2012 á grundvelli undanþágugreinar 11.1.1 í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Í ljósi þess að endurskoðuð reglugerð um skilti hefur aðeins verið í gildi í stuttan tíma og að mínu mati eru rök fyrir undanþágu ekki nægileg samþykki ég ekki þessa umsókn.

3.Sjafnarnes 2 - Ægisnes 3 - umsókn um breytta hæðarlegu

Málsnúmer 2011120043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2011 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarnes hf., kt. 691206-3270, óskar eftir að Akureyrarbær taki til skoðunar ósk um breytta hæðarlegu lóða Sjafnarness 2 og Ægisness 3, þannig að lóðirnar lækki og verði í svipaðri hæð og lega Krossanessbrautar. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd telur lækkun lóðanna ekki þjóna hagsmunum Akureyrarbæjar m.a. vegna fyrirhugaðrar hæðarlegu Krossanesbrautar og tengingar við Sjafnarnes og hafnar því erindinu.

4.Foreldrafélag Giljaskóla - ályktun vegna ökuhraða í Merkigili

Málsnúmer 2011120067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2011 frá Foreldrafélagi Giljaskóla, sem óskar eftir að Akureyrarbær komi fyrir hraðahindrunum og merkingum á einum beinasta kafla Merkigils, sem snýr í norður - suður. Einnig er óskað eftir því að leyfilegur hámarkshraði í Merkigili verði endurskoðaður og lækkaður til samræmis við aðrar sambærilegar götur sem liggja í íbúðarhverfum nálægt skólum bæjarins.

Þann 12. nóvember 2009 samþykkti skipulagsnefnd breytingar á fyrri ákvörðun um 30 km hámarkshraða í íbúðarhverfum til bráðabirgða, þannig að 50 km hámarkshraði yrði á eftirfarandi safngötum; Miðsíðu, Vestursíðu og Merkigili.

Ástæða þessa var að ekki yrði farið í endurskoðun á leiðakerfi SVA að sinni en lækkun hámrkshraða í 30 km á þessum safngötum kallar á slíka endurskoðun.

Skipulagsnefnd telur því ekki hægt að verða við beiðni um lækkun hámarkshraða í Merkigili að sinni en óskar eftir við framkvæmdadeild að gerðar verði hraðamælingar í götunni.

5.Hafnarstræti 107b - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011120062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12.desember 2011 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss ehf., kt. 670511-0220, óskar eftir stækkun á lóð Hafnarstrætis 107b til suðurs og austurs. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og afstöðumynd.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu um stækkun lóðarinnar vegna endurskoðunar deiliskipulags miðbæjarins sem ekki er lokið.

Skipulagsnefnd heimilar þó afnot af umbeðnu svæði við lóðina Hafnarstræti 107b til tveggja ára, þó þannig að núverandi gönguleið skerðist ekki og að almenn gönguleið verði áfram um tröppurnar og að göngustígnum.

6.Tónatröð 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011120066Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram til kynningar og umsagnar erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Stefán Einarsson f.h. Reisum ehf, kt. 470809-0270, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 5 við Tónatröð.

Í greinargerð deiliskipulagsins eru gerðar kröfur um og lögð sérstök áhersla á að byggingar falli sem best að því landslagi sem skipulagsáætlunin nær til. Einnig kemur fram að lögð skal áhersla á að hlutföll, stærðir og útlit nýrra bygginga falli sem best að núverandi byggð.

Skipulagsnefnd telur þessum áherslum ekki fullnægt við hönnun hússins og óskar því eftir að ofangreind ákvæði verði virt þar sem um mjög viðkvæma íbúðabyggð er að ræða.

Helgi Snæbjarnarson fór af fundi en í hans stað mætti Árni Páll Jóhannsson.

7.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag

Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer

Innkomið bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 5. janúar 2012. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir ekki athugasemdir við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, enda verði athugasemd Einars S. Bjarnasonar varðandi áhrif skipulagstillögunnar á verðmæti og notagildi Grenilundar 11 svarað efnislega, sbr. 3. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við bæjarlögmann að svara athugasemdinni efnislega í samræmi við umræður á fundinum.

8.Snjóflóðahættumat

Málsnúmer 2011120150Vakta málsnúmer

Veðurstofa Íslands hefur unnið drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall. Skýrslan er unnin í samræmi við reglugerð nr. 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum.
Snjóflóðahættumatið er hér með lagt fram til kynningar sbr. 4. gr. sömu reglugerðar.
Drögin voru auglýst þann 2. nóvember og var frestur til að senda inn ábendingar til 1. desember 2011.
Tvær ábendingar bárust frá Skíðafélagi Akureyrar í meðfylgjandi bréfi merktu "Snjóflóðahættumat - ábendingar dags. 27.12.2011".
Ábendingar verða sendar Veðurstofu Íslands sem mun taka afstöðu til þeirra við lokaútgáfu snjóflóðahættumatsins og hættumatskorts til undirritunar umhverfisráðherra.

Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall og vísar þeim að öðru leyti til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Flatasíða 6. - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.

Málsnúmer BN110025Vakta málsnúmer

Innkominn úrskurður dagsettur 21. desember 2011 frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna kæru á ákvörðun skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 9. febrúar 2011 um að synja umsókn um leyfi til að byggja ofan á húsið að Flötusíðu 6 á Akureyri.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
?Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á synjun skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 9. febrúar 2011 á umsókn um leyfi til að byggja ofan á húsið að Flötusíðu 6."

Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. desember 2011. Lögð var fram fundargerð 378. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 29. desember 2011. Lögð var fram fundargerð 379. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:17.