3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að heildarendurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins frá 1986. Tillagan er dags. 23. maí 2012 og unnin af Kollgátu ehf.
Skipulagslýsing dags. 14. desember 2011 var kynnt frá 28. desember til 23. janúar 2012. Engar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en 12 beiðnir hafa borist í samráðsferlinu um breytingar á ýmsum þáttum skipulagsins.
Einnig fylgir húsakönnun unnin af Gullinsniði ehf og Minjasafninu.
Íbúafundur var haldinn í bæjarstjórnarsal þann 10. maí 2012 þar sem tillagan var kynnt og fyrirspurnum svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan, með vísun í lið nr. 1 og 2, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd þakkar Kollgátu fyrir kynninguna.