Skipulagsnefnd

138. fundur 23. maí 2012 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalstræti 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012050158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2012 frá Stefáni Erni Stefánssyni arkitekt þar sem hann f.h. Minjaverndar hf., kt. 700485-0139, óskar eftir:
1) að í deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins verði skilgreindur byggingarreitur til að byggja stigahús, geymslur og svalir við húseignina Aðalstræti 4 skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum.
2) að gert verði ráð fyrir aðkomu að bílastæðum við Aðalstræti austan lóðarinnar.
3) breytingu á afmörkun lóðar.

Erindið er samþykkt og vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Fjörunni og Innbænum.

2.Aðalstræti 34 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012050162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2012 frá Guðlaugu Ernu Jónsdóttur arkitekt þar sem hún f.h. Snorra S. Guðvarðssonar og Kristjönu Agnarsdóttur óskar eftir að afmarkaður verði byggingarreitur vestan hússins Aðalstrætis 34 fyrir viðbyggingu, hæð og ris, allt að 40 m².

Erindið er samþykkt og vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Fjörunni og Innbænum.

3.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags (SN090099)

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að heildarendurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins frá 1986. Tillagan er dagsett 23. maí 2012 og unnin af Kollgátu ehf.
Skipulagslýsing dagsett 14. desember 2011 var kynnt frá 28. desember til 23. janúar 2012. Engar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en 12 beiðnir hafa borist í samráðsferlinu um breytingar á ýmsum þáttum skipulagsins.
Einnig fylgir húsakönnun unnin af Gullinsniði ehf. og Minjasafninu.
Íbúafundur var haldinn í bæjarstjórnarsal þann 10. maí 2012 þar sem tillagan var kynnt og fyrirspurnum svarað.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan, með vísun í lið nr. 1 og 2, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi fór af fundinum.

4.Deiliskipulag við Vestursíðu-Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi við Vestursíðu vegna lengingar Borgarbrautar til norðvesturs frá Merkigili að Bröttusíðu. Einnig er lagður fram breytingaruppdráttur af Giljahverfi vegna breyttrar afmörkunar dagsettur 15. maí 2012. Eldri skipulagsáætlanir frá maí 1981, 9. júní 1989 og 2. ágúst 1991 falla niður við gildistöku endurskoðaðs deiliskipulags.
Tillagan er unnin af X2 ehf. og Verkfræðistofu Norðurlands.
Skipulagslýsing dagsett 22. febrúar 2012 var kynnt frá 28. mars til 18. maí 2012. Engar athugasemdir bárust. Bréf barst frá Skipulagsstofnun dagsett 27. apríl 2012 sem gerði ekki athugasemd við efni framlagðrar lýsingar.
Húsakönnun er í vinnslu.

Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.

5.Stórholt og Lyngholt - deiliskipulag

Málsnúmer 2012020150Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 25. janúar 2012 að vinna deiliskipulag af svæðinu sunnan Undirhlíðar austan Hörgárbrautar að Glerá og Óseyri. Í framhaldi af því er lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af X2 hönnun-skipulagi ehf., dagsett 23. maí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dagsett 23. maí 2012.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta staðsetningu bílastæða við Lyngholt 16 og bæta við byggingarreit fyrir bílgeymslu við Lyngholt 1.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011080088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. ágúst 2011 frá Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi reitsins miðað við meðfylgjandi tillögu að stækkun hússins á lóðinni við Þingvallastræti 23.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta legu göngustígs sem liggur yfir lóð Þórunnarstrætis 99 og færa hann inn á lóð tjaldsvæðis.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012050138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, sundlaugar, íþróttahallar og vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur Brekkuskóla og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dagsett 15. maí 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.

Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.

8.Naustahverfi 2. áfangi - Sporatún 21-29

Málsnúmer 2012050163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, óskar að skipulagsnefnd samþykki að gerð verði deiliskipulagsbreyting fyrir húsgerð FIII á lóðinni nr. 21-29 við Sporatún. Óskað er eftir að hækka leyfilegt byggingarmagn úr 750 í 785 fermetra.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á leyfilegu byggingarmagni og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur S. Helgason tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

9.Súluvegur - metangasleiðsla NO

Málsnúmer 2012040032Vakta málsnúmer

Innkomið bréf dagsett 16. maí 2012 þar sem tilkynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu gaslagnar vegna metanvinnslu á Glerárdal.
Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að gaslögn vegna metanvinnslu á Glerárdal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. má kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (sbr. 25. gr. laga nr. 131/2011). Kærufrestur er til 21. júní 2012.

Lagt fram til kynningar.

10.Lækjargata - sumarhraðahindranir

Málsnúmer 2011060072Vakta málsnúmer

Erindi frá Einari Guðmundssyni, Lækjargötu 14, þar sem hann bendir á hraðakstur í Lækjargötunni og óskar eftir að settar verði upp hraðahindranir í götuna.
Framkvæmdadeild hefur mælt hraða í götunni og leggur til að settar verði upp tvær hálfkúlulaga hindranir samkvæmt meðfylgjandi tillögu um staðsetningu.

Í tillögu að endurskoðun deiliskipulags Fjörunnar og Innbæjarins er gert ráð fyrir þrengingu í götunni vestan við hús nr. 11 til þess að draga úr umferðarhraða.

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að settar verði upp tvær hraðahindranir til reynslu í sumar.

11.Freyjunes 1-3, umsókn um breytingu á skráningu

Málsnúmer 2012050055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2012 þar sem Óskar Óskarsson f.h. Markmiðs ehf., kt. 530308-1700 og Þórarinn Kristjánsson f.h. Alorku ehf., kt. 640908-1300, óska eftir að lóðin að Freyjunesi 1-3 verði færð af nafni Markmiðs ehf. og skráð á nafn Alorku ehf.
Einnig er óskað eftir að fresta byggingaframkvæmdum á lóðinni að Freyjunesi 1-3 til 3. maí 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

12.Langahlíð 7 A - fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012050148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2012 þar sem Jón Kr. Kristjánsson og Heiðrún Jónsdóttir leggja fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir bílgeymslu og viðbyggingu við raðhúsíbúð að Lönguhlíð 7a. Meðfylgjandi er afstöðumynd og skriflegt samþykki íbúa raðhússins.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í umsóknina og vísar erindinu til vinnslu deiliskipulags svæðisins sem nú er í vinnslu.

13.Kambsmýri 14 - staðsetning bílskúrs

Málsnúmer 2012040152Vakta málsnúmer

Sigurður Valdimarsson Mýrarvegi 115, Akureyri, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann óskar eftir að kannað verði hvort búið sé að samþykkja byggingu á bílskúr við hús nr. 14 við Kambsmýri. Ef svo er telur Sigurður að það sé ekki til bóta fyrir íbúa í Mýrarvegi 115. Staðsetningin á bílskúrnum kemur til með að þrengja að bílastæðum og allri aðkomu við Mýrarveg 115.

Árið 1989 var heimiluð 161 m2 lóðarstækkun við Kambsmýri 14 til vesturs. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er skilgreindur byggingarreitur fyrir bílskúr innan lóðar Kambsmýrar 14. Ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi fyrir bílskúrnum.

Aðkoma að Mýrarvegi 115 er frá horni Mýrarvegs og Kambsmýrar og gerir deiliskipulagið ráð fyrir að beygjusvæðið á horni Kambsmýrar og Mýrarvegar verði upphækkað og gert þannig öruggara fyrir gangandi umferð um svæðið sem og bílaumferð. Breidd götu er 7m að gangstétt og breidd bílastæða er 5m. Samkvæmt ofangreindu ætti staðsetning bílskúrs ekki að þrengja að bílastæðum Mýrarvegs 115 þar sem gatan uppfyllir staðla um eðlilega bílaumferð í íbúðargötu.

14.Grenilundur 27 - Dalsbraut

Málsnúmer 2007080039Vakta málsnúmer

Jónas Baldursson Grenilundi 27, Akureyri, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
a) Hann lýsir undrun sinni að ekki sé byrjað á lagningu Dalsbrautar. Hann óskar eftir að byrjað verði á henni sem fyrst þar sem erfitt er fyrir hann að klára lóðina sína við Grenilund 27.
b) Jónas lýsir einnig vonbrigðum með að fyrirtæki hans SJBald ehf, kt. 690403-2420, hafi ekki fengið nein svör frá skipulagsdeild allt frá árinu 2007 eða meðan á byggingu stóð á Grenilundi 25 og 27.

a) Deiliskipulag Dalsbrautar og nágrennis sætir kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir er ekki hægt að hefja framkvæmdir vegna lagningu götunnar. Samkvæmt upplýsingum frá nefndinni má vænta niðurstöðu í lok mánaðar.

b) Öllum fyrirspurnum um byggingarmálið hefur verið svarað af hálfu skipulagsdeildar, nú síðast þann 21. mars 2012 auk þess sem bæjarráð afgreiddi innsent erindi frá 15. júní 2007.

Skipulagsnefnd er kunnugt um að erindi frá 20.12.2007 sé ósvarað og er afgreiðslu þessa liðar því vísað til framkvæmdadeildar og bæjarlögmanns.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. maí 2012. Lögð var fram fundargerð 396. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 16. maí 2012. Lögð var fram fundargerð 397. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.