Bæjarstjórn

3322. fundur 05. júní 2012 kl. 16:00 - 17:06 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Sigríður María Hammer
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Sigríði Maríu Hammer L-lista velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Kosning bæjarráðs til eins árs 2012-2013

Málsnúmer 2012050215Vakta málsnúmer

Kosning bæjarráðs til eins árs - 5 aðalmenn og 5 til vara.

Lögð fram tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:

Halla Björk Reynisdóttir formaður

Oddur Helgi Halldórsson varaformaður

Geir Kristinn Aðalsteinsson

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir

Guðmundur Baldvin Guðmundsson

Hermann Jón Tómasson (áheyrnarfulltrúi)

Ólafur Jónsson (áheyrnarfulltrúi)

Sigurður Guðmundsson (áheyrnarfulltrúi)

og varamanna:

Hlín Bolladóttir

Inda Björk Gunnarsdóttir

Tryggvi Þór Gunnarsson

Edward H. Huijbens

Petrea Ósk Sigurðardóttir

Logi Már Einarsson (áheyrnarfulltrúi)

Njáll Trausti Friðbertsson (áheyrnarfulltrúi)

Anna Hildur Guðmundsdóttir (áheyrnarfulltrúi)

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

2.Kosning forseta og skrifara til eins árs 2012-2013

Málsnúmer 2012050216Vakta málsnúmer

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Geir Kristinn Aðalsteinsson 8 atkvæði, 3 seðlar voru auðir.
Geir Kristinn Aðalsteinsson er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson 6 atkvæði og bæjarfulltrúi Tryggvi Þór Gunnarsson 1 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Odd Helga Halldórsson réttkjörinn sem 1. varaforseta.

Við kosningu 2. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Andrea Sigrún Hjálmsdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur réttkjörna sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
Hlín Bolladóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson

og varamanna:
Inda Björk Gunnarsdóttir
Sigurður Guðmundsson

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

3.Bæjarstjórnarfundir - sumarleyfi 2012

Málsnúmer 2012050217Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrar 2012:
Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að frá 20. júní til 20. ágúst 2012 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að heildarendurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins frá 1986. Tillagan er dags. 23. maí 2012 og unnin af Kollgátu ehf.
Skipulagslýsing dags. 14. desember 2011 var kynnt frá 28. desember til 23. janúar 2012. Engar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en 12 beiðnir hafa borist í samráðsferlinu um breytingar á ýmsum þáttum skipulagsins.
Einnig fylgir húsakönnun unnin af Gullinsniði ehf og Minjasafninu.
Íbúafundur var haldinn í bæjarstjórnarsal þann 10. maí 2012 þar sem tillagan var kynnt og fyrirspurnum svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan, með vísun í lið nr. 1 og 2, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í fyrirliggjandi tillögu um deiliskipulag Innbæjarins er ekki gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir endurvinnslugáma innan skipulagssvæðis. Ég tel það ekki vera í samræmi við stefnu bæjaryfirvalda um sorphirðu bæjarins og legg til að tillögunni verði vísað aftur til skipulagsnefndar.

Tillaga Guðmundar Baldvins Guðmundssonar var borin upp og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Stórholt og Lyngholt - deiliskipulag

Málsnúmer 2012020150Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 25. janúar 2012 að vinna deiliskipulag af svæðinu sunnan Undirhlíðar austan Hörgárbrautar að Glerá og Óseyri. Í framhaldi af því er lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af X2 hönnun-skipulagi ehf, dags. 23. maí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dags. 23. maí 2012.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyta staðsetningu bílastæða við Lyngholt 16 og bæta við byggingarreit fyrir bílgeymslu við Lyngholt 1.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011080088Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Erindi dags. 25. ágúst 2011 frá Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún f.h. Þingvangs ehf, kt. 671106-0750, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi reitsins miðað við meðfylgjandi tillögu að stækkun hússins á lóðinni við Þingvallastræti 23.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyta legu göngustígs sem liggur yfir lóð Þórunnarstrætis 99 og færa hann inn á lóð tjaldsvæðis.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Naustahverfi 2. áfangi - Sporatún 21-29

Málsnúmer 2012050163Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Erindi dags. 21. maí 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Fjölnis ehf, kt. 530289-2069, óskar að skipulagsnefnd samþykki að gerð verði deiliskipulagsbreyting fyrir húsgerð FIII á lóðinni nr. 21-29 við Sporatún. Óskað er eftir að hækka leyfilegt byggingarmagn úr 750 í 785 fermetra.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á leyfilegu byggingarmagni og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Haraldur S. Helgason L-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Glerárdalur - lokun urðunarstaðar - ábyrgðaryfirlýsing

Málsnúmer 2011070010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að ábyrgðarlýsingu svohljóðandi:
Akureyrarkaupstaður, kt. 410169-6229, tók yfir rekstur urðunarstaðar á Glerárdal 1. janúar 2011 og ábyrgist hér með að staðið verði við allar skyldur starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn á Glerárdal, vegna lokunar urðunarstaðarins, vöktun og eftirlits í kjölfar lokunarinnar sbr. 33. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Jafnframt tekur Akureyrarkaupstaður á sig fjárhagslega ábyrgð vegna urðunarstaðarins eftir lokun hans, sbr. 17. gr. reglugerðar 738/2003 um urðun úrgangs.

Bæjarstjórn samþykkir ábyrgðaryfirlýsinguna með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 24. og 31. maí 2012
Skipulagsnefnd 23. maí 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 23. og 30. maí 2012
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 25. maí 2012
Stjórn Akureyrarstofu 10. og 24. maí 2012
Skólanefnd 21. maí 2012
Íþróttaráð 24. maí 2012
Félagsmálaráð 23. maí 2012

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:06.