Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer
Tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulagsins Höepfnersbryggja - Siglingaklúbburinn Nökkvi var auglýst þann 27. júní og var athugasemdafrestur til 9. ágúst 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær athugasemdir bárust.
1) Framkvæmdadeild Akureyrar, dagsett 8. ágúst 2012.
Óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirtalinna fráveitulagna:
a) úr tjörninni og út í Pollinn.
b) lögn frá læknum úr Lækjargili sem veitt er út í Pollinn sunnan Nökkva.
c) ofanfrávatnslögn frá Leirunesti í Pollinn.
2) Kristján Eldjárn og Helga Nóadóttir, Örkinni hans Nóa, dagsett 25. júlí 2012.
a) Gerð er athugsemd við staðsetningu bílastæða. Þau telja æskilegra að gera minni landfyllingu í norður en meiri í suður og snúa stæðunum í austur/vestur.
Í innsendu bréfi frá Vegagerðinni, dagsettu 11. júlí 2012 kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu um fjárhagsramma málaflokksins fyrir árið 2013.