Málsnúmer 2012060203Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 26. júní 2012 þar sem Þorgeir Þorgeirsson f.h. Sveins Björnssonar og Hjördísar Gunnþórsdóttur sækir um stækkun á núverandi bílgeymslu að Þingvallastræti 25 um 25 ferm. með aðkomu frá Byggðavegi í stað Þingvallastrætis var sent í grenndarkynningu þann 31. júlí og lauk henni þann 28. ágúst 2012.
Eitt svar barst:
1) Einar Gunnarsson og María Jóhannsdóttir Þingvallastræti 27 og Guðmundur J. Jónasson og Dóra Gunnarsdóttir, Norðurbyggð 2, dagsett 25. ágúst 2012.
Þau gera ekki athugasemd við stækkun bílgeymslunnar en fara fram á að úrbætur verði gerðar vegna trjáa sem eru til ama á lóðamörkum Þingvallastrætis 25 og Norðurbyggðar 2, á norðurhorni bílastæðis Norðurbyggðar 2 og inni á lóð Þingvallastrætis 25.
Tekið er tillit til hluta athugasemda. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012"
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Tryggvi M. Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista óskar bókað:
Í framhaldi af umræðum óska ég eftir að ákvæði um hús- og hverfisvernd verði skilgreind nánar í samræmi við starfsmarkmið sem fram koma í kafla 2.2.4 í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.