Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Tillaga að deiliskipulagi Borgarbrautar og Vestursíðu var auglýst frá 11. júlí til 22. ágúst 2012 í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Ein athugasemd barst frá Húsfélagi Vestursíðu 5, dags. 22. ágúst 2012.
a) Óskað er eftir að hljóðveggur meðfram Borgarbraut verði reistur samhliða framkvæmdunum.
b) Göngustígar á sameignarsvæði Vestursíðu 1-8 verði tengdir stígakerfi bæjarins.
c) Óskað er eftir gangbraut á gatnamót Vestursíðu og Bugðusíðu.
d) Óskað er eftir að gerðar verði ráðstafanir til að hraðatakmarkanir séu virtar á Bugðusíðu.
Umsagnir bárust frá:
1) Skipulagsstofnun dags. 20. júlí 2012.
Stofnunin gerir ekki athugsemdir við umhverfismat deiliskipulagsins.
2) Umhverfisstofnun dags. 30. ágúst 2012.
Stofnunin telur að hljóðvarnir komi til með að hafa mikil sjónræn áhrif og hvetur til þess að skoða betur útfærslur hljóðmana með tilliti til ásýndar.
Svör við athugasemdum:
a) Samkvæmt hljóðskýrslu er þörf á byggingu hljóðveggjar frá Bugðusíðu til norðurs meðfram Borgarbraut þegar gatan verður tekin í notkun og er það leiðrétt í greinargerð.
b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar að hluta og gerðar úrbætur á uppdrætti í samræmi við það. Ekki er hægt að verða við ósk um göngustígatengingu á sameignarsvæði við stígakerfi bæjarins á milli húsa nr. 6 og 8a þar sem rjúfa þarf hljóðvegg við Borgarbraut.
c) Gangbraut er á gatnamótum Borgarbrautar og Bugðusíðu. Einnig er gangbraut á móts við stúdentagarðana við Kjalarsíðu 1 en uþb. 200 m eru á milli þessara gangbrauta og því ekki talin þörf á gangbraut við Vestursíðu að sinni eða þangað til að gangstígur verður gerður austan Bugðusíðu.
d) Samkvæmt hraðamælingu sem framkvæmdadeild gerði í mars 2011 er meðalhraði 34 - 36 km/klst. (85% ökutækja aka undir 40 km/klst.) á Bugðusíðu norðan við Vestursíðu sem er ásættanlegt miðað við að hámarkshraði er 30 km/klst. í götunni.
Svar við umsögn Umhverfisstofnunar:
2) Hljóðmanir hafa verið endurskoðaðar og eru nú í samræmi við kröfur sem gerðar eru í hljóðskýrslu. Úrbætur hafa verið gerðar á uppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.