Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, upplýsti um framvindu verkefnis um velferðartækni sem er samstarfsverkefni með velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. um kaup á skolbúnaði á salerni sem sett verða upp í dagþjálfun, skammtímadvöl og þjónustukjarna.
Í umsókn um verkefnið er líka gert ráð fyrir samstarfssamningi sveitarfélaganna sem er í undirbúningi.
Jafnframt lagði framkvæmdastjóri fram danska samantekt um velferðartækni, notagildi og hindranir út frá sjónarhóli notenda, starfsfólks og fjárhagslegs ávinnings, sem unnin er af 'SFI-det nationale forskningscenter for velfærd'.
Félagsmálaráð samþykkir stofnun starfshóps undir stjórn Halldórs Sigurðar Guðmundssonar með aðilum frá ÖA, HAK og búsetudeild.