Lögð fram lokskýrsla og samantekt um Framtíðarþing um farsæla öldrun sem haldið var á Akureyri 18. maí 2015, ásamt tölvubréfi formanns Öldrunarráðs Íslands þar sem hann þakkar ánægjulega og árangursríka samvinnu og samveru á þinginu.
Í bréfi formanns Öldrunarráðs, er einnig lýst stuttlega áformum um kynningu og umfjöllun um þingið og niðurstöður þess. Hér á Akureyri hefur skýrslan verið send bæjarfulltrúum og í undirbúningi er kynningar- og umræðufundur (13. nóvember nk.) í samstarfi aðila sem stóðu að þinginu.
Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra ÖA að vinna áfram að málinu.