Velferðarráð fór í skoðunarferð í aðaleldhús ÖA á fundi sínum þann 17. apríl sl.
Í skoðunarferðinni kynntu matreiðslumenn ÖA og framkvæmdastjóri athuganir sínar varðandi framþróun og nýja möguleika við aðferðir "eldun og kæling", en í því felst að í framhaldi af eldun er maturinn hraðkældur og eftir atvikum, pakkað í minni eða stærri skammta til upphitunar. Áform um breytingar og tækjakaup í aðaleldhúsi ÖA vegna þessara aðferða eru einnig rakin í tillögu að 10 ára áætlun ÖA.
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti samtantekt sína um kostnað við endurnýjun tækja og kaup á nýjum tækjum, ásamt mögulegri hagræðingu t.d. við fækkun ferða með heimsendan mat. Tækjakaupin, sala á eldri tækjum og fjárhagslegt hagræði vegna aðkeyptrar þjónustu, gefur tilefni til að ætla að þessar breytingar séu mjög hagstæðar fjárhagslega og einnig út frá sjónarmiði nýtingar og gæða, auknu valfrelsi notenda og út frá umhverfissjónarmiði.
Félagsmálaráð heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði til Fasteigna Akureyrarbæjar með hönnun og kostnaðarútreikninga á fyrrnefndum breytingum núverandi húsnæðis í samráði við framkvæmdastjóra ÖA.