Málsnúmer 2021011421Vakta málsnúmer
Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. apríl 2021:
Lögð fram að nýju umsókn SS Byggis ehf. um breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð til samræmis við meðfylgjandi hugmyndir að uppbyggingu.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að vísa til bæjarstjórnar ákvörðun um hvort heimila eigi umsækjanda að vinna að gerð breytingar á skipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi umsókn í samráði við skipulagssvið og skipulagsráð, samanber þá fyrirvara sem komu fram í lóðarumsókn. Fæli það í sér að umsækjanda yrði veitt vilyrði fyrir lóðum á þessu svæði, með vísun í heimild sem fram kemur í gr. 2.4 í reglum um úthlutun lóða. Endanleg úthlutun færi þó ekki fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, náist samkomulag um breytingu á skipulagi svæðisins að loknu skipulagsferli í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að gera þurfi nýtt deiliskipulag og auglýsa lausar lóðir aftur til að gæta jafnræðis.
Sindri Kristjánsson S-lista situr hjá og óskar bókað: Fyrir liggur að eftirspurn virðist vera eftir lóðum á svæðinu undir fjölbýlishús. Á sama tíma liggur fyrir að lóðir á svæðinu hafa verið lausar til úthlutunar fyrir einbýlishús í lengri tíma og lítill sem enginn áhugi virðist vera fyrir hendi á uppbyggingu svæðisins samkvæmt slíku skipulagi. Í stað þeirrar leiðar sem valin hefur verið að fara, að vinna í átt að úthlutun lóðanna sem einbýlishúsalóða með fyrirvörum um breytingar á deiliskipulagi, telur sá sem þetta bókar að réttast væri að svæðið verði deiliskipulagt á ný og fjölbýlishúsalóðir auglýstar lausar til umsóknar á opnum markaði. Er eindregið hvatt til þess að þegar bæjarstjórn tekur málið fyrir verði horft til þessarar afstöðu og sjónarmið um jafnræði og gagnsæi höfð að leiðarljósi.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir.