Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á reitnum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggðar 60-70 íbúðir í húsum sem liggja að Austurbrú, íbúðahóteli með 16-20 hótelíbúðum og verslun- og þjónustu á neðstu hæðinni við Hafnarstræti (lóð nr. 80) auk þess sem gert er ráð fyrir viðbyggingu sunnan við Hafnarstræti 82 en ekki norðan megin við húsið eins og í gildandi skipulagi. Þá er gata sem var á milli Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12 felld niður og í staðinn verður þar gönguleið og garðar milli húsa. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum við Hafnarstræti, staðsetningu einstefnu o.fl.